Húnarnir negldu naglann hálfpartinn rétt á höfuðið. Ég þarf á öllu mínu að halda ef ég ætla að halda mér uppí í fyrstu deild eftir slæma byrjun í deildinni. Einhvern veginn tókst nýkeyptum manni hjá mér að spila tvo leiki sama daginn og fór gameshape í drasl hjá öllu liðinu mínu. Þar sem ég las sama spjallþráð og þið hinir, ég bara las hann rétt, sá ég að Icelandia ætlaði að leggja mikið í bikarinn á þessari leiktíð og "gaf" honum því þennan leik með því að tefla fram algjöru varaliði og TIEa. Gangi ykkur hinum svo vel í bikarnum og Icelandia við skulum vona að það sama komi fyrir núna og á síðustu leiktíð að það lið sem sló mig út sigraði keppnina. ;)