Mjög erfitt að spá í leiki þar sem annað liðið er í úrvalsdeild og hitt er í 2. deild. Þá snýst þetta bara um vilja úrvalsdeildarliðsins til að vinna. Augljóslega eru Húnarnir, Skytturnar og líka Icelandia að fara að keppa við miklu slakara lið, en gætu samt öll tapað leikjum sínum léttilega.
Icelandia var búinn að segja að hann ætlaði ekki að setja neitt í cup svo ég held að svalbó gæti alveg tekið þá viðureign, hins vegar er hann í nægum erfiðleikum nú þegar í deildinni, svo hann þarf allan þann styrk sem hann á til að halda sér uppi.
Húnarnir - Wolfan Vikings er held ég bara 50/50, ég hef í alvöru ekki hugmynd um það hverning hann fer.
Klettarnir - Keflavik11 er klassa leikur. Ég held samt að klettarnir taki hann.
Skytturnar vinna LA's finest ef þeir hafa áhuga á því.