Heilir og sælir, ég ætla að koma með nokkur orð hérna.
Ég sem U21 þjálfarinn hef ekki verið eins aktífur og ég var í byrjun en ég hef sagt það áður hérna á foruminu og geri aftur að tíminn sem menn hafa í það að spila online leiki minnkar á sumrin. Það hefur sést í því að færri koma með innlegg á spjallið en áður. ég hef því reynt að nýta þann tíma sem ég hef í buzzer og haldið utan um leikmannamál framtíðarinnar eins best og ég get og í staðin minnkað upplýsingaflæðið til muna.
Nokkur orð um Evrópukeppnina. Við spiluðum snemma á móti stóru og sterku þjóðunum og erfitt að ná úrslitum í þeim leikjum. Svo lenntum við í gameshape vandræðum með lykilmenn og meiðsli. Áskell meiddist í 2 vikur og ég held að hann hafi meiðst samtals í 6-8 vikur á sínum ferli. Svo var það Yngvi sem fór niður í average medicore gameshape og var í smá tíma að ná sér úr því. Svo núna síðast var Sturla að meiðast.
Framtíðin, í síðasta leik stóðu hreinn og matti sig vel en þeir eru stóru menn framtíðarinnar. Sturla er einnig alltaf að bæta sig sem leikmaður en aðrir eru ekki í hópnum að sinni. á næsta ári mun ég vera spenntur fyrir því að gefa Hirti leikmanni dark vikings séns á að spila en hann hefur haldið vel utan um sín mál og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.
svo er það umræðan, eru menn að setja eitthvað í draftið? eru menn sáttir með það sem þeir sjá eða er þetta enn eitt árið sem við verðum fyrir hálfgerðum vonbrigðum?