Jæja nú kemur umfjöllunin eftir leik næturinnar.
(14413)Góður sigur, 33 stiga sigur. Við vinnum í nánast öllum tölfræði þáttunum. við erum með 76 fráköst á móti 44 og svo erum við með 31 stoðsendingu sem er nokkuð gott meðan að mexíkó eru aðeins með 15. Gaman að sjá aðeins 6 tapaða bolta hjá íslenska liðinu. Spilaatími dreifðist nokkuð vel á milli manna og stigaskor einnig.
Þar sem ég gat ekki horft á leikinn vegna þess hversu seint hann var er erfitt að velja mann leiksins. Óðinn gerir klárlega tilkall til þess þar sem hann var stigahæstur og stóð sig vel í fráköstum en Grímkell kemur líka sterkur inn með 75% þriggjastiganýtingu í 4 skotum og 18 stig sem gerði hann að næst stigahæsta manninum. En Óðinn mun fá vinninginn þar sem liðið vann leikinn með 27 stigum meðan að hann var inná sem er það hæsta hjá liðinu í þessum leik.
Ísland vann alla leikhlutana og byrjaði af krafti og vann þann fyrsta með 13 stigum. Ágætis leikur í alla staði og fyrst og fremst góður og öruggur sigur.
Það hefur komið framm annarsstaðar á spjallinu að spjallið sé nokkuð dautt og tek ég undir það. Langar mig að velta þeirri spurningu framm hvort að menn séu bara uppteknir og hafi ekki þann auka tíma til að sinna buzzer eða hvort það sé einhver önnur ástæða sem er kannski hægt að vinna í? off topic ég veit en leikurinn er aðeins skemmtilegri með smá spjalli ;)
Einnig vil ég minna á það að það má spurja landsliðsþjálfarann eða mig að hverju sem er, sem viðkemur landsliðinu eða öðru sem menn vilja ræða.