Þá er fyrsta æfingarleiknum lokið og lokatölurnar voru
81-114 fyrir
Ísland. Eins og sjá má hér
(14353).
Leikurinn þróaðst nokkuð vel fyrir ísland en eftir að leikurinn hafi verið jafn framan af þá náðum við fínu forskoti fyrir hálfleik og héldum áfram að hammra járnið meðan það var heitt í þriðja leikhluta. Það voru margir sem lögðu sitt á vogarskálarnar og fengum við stig úr öllum áttum, enda var leikkerfið gert út á það að finna veikasta punktinn hverju sinni hjá andstæðingnum. Við rétt mörðum frákastabaráttuna en
Tinni leik stórvel og náði sér í 16 stykki og þar af 4 sóknarfráköst. Ánægjulegt var að sjá hversu vel strákarnir höndluðu hraðann en þeir voru aðeins með 9 tapaða bolta þrátt fyrir að spila nokkuð hraða taktík.
Það var gaman að sjá
Áskel loksins ná að spila af krafti og skilaði hann 10 stigum 6 fráköstum á 22 min. En það mun reyna mikið á hann á næstu leiktíð.
Drengur Fróðason fékk líka að sprikla í leiknum en hann náði að setja 5 stig. Hann þarf þó að bæta leik sinn verulega en honum til varnar þá er hann að spila erfiðustu stöðuna hjá liðinu eða í SF.
Eitt sem vekur athygli en er þó góðs viti er það að
Óðinn okkar lang sterkasti maður tók ekki mikið til sín í leiknum í kvöld en þó skiluðu strákarnir öruggum sigri og aðrir tóku við keflinu og leiddu liðið, þar ber helst að nefna
Eystein en hann hefur ekki leikið svona vel fyrir íslands hönd áður. Sýndi þarna klárlega hvað í hann er spunnið.
Arngrímur sagði eftir leik að hann hafi verið sáttur með liðið og sem fyrirliði liðsins leiddi hann liðið stórvel og stýrði leik liðsins í leikstjórnendastöðunni.
" Ég átti þennan leik, 17 stig, 6 af 9 í skotum, 3 stoð og 2 stolnir. Engar villur né tapaðir boltar. Þessir gaura sem við vorum að spila á móti eru bara grín".Last edited by höfðingi at 3/22/2011 7:54:55 AM