BuzzerBeater Forums

BB Ísland > Season 16

Season 16

Set priority
Show messages by
This Post:
00
182952.4 in reply to 182952.3
Date: 5/2/2011 5:43:27 PM
Overall Posts Rated:
3737
Þar sem undanfarið hefur ekki skapast mikil umræða um hvern leik fyrir sig. Má vel vera að maður ætti að reyna að skapa meiri umræður en allavega þá hef ég valið að koma bara með umfjallanir um leikina hérna inn. Það má þó vera að breyting verði á ef umræður munu aukast. Þá mun ég gera eins og landsliðsþjálfarinn reynir að gera oft.

Einnig var ég að pæla hvort menn vildu eða væru eitthvað að spá í því að mæta á spjallið þegar á leik stendur. Ég hafði tök á því að fylgjast með fyrri hálfleik og var þar í spjalli við rússana sem gekk heldur brösulega þó maður hafi reynt translate dæmið. En það væri náttúrulega snilld ef menn myndu mæta þarna inn þó ekki væri nema til að segja "hæ". En það verður náttúrulega hver og einn að gera eins og hann getur og vill. sjálfur mun ég ekki alltaf getað mætta þarna.

Leikurinn í dag tapaðist með 12 stigum. Við settu normal en þeir tie. Ég vildi reyna að halda stigamuninum sem lægstum en við áttum klárlega við ofjarl okkar að etja. (14720)

Við spiluðum góða vörn en áttum í vandræðum með stóru mennina okkar þar sem einn var í 5 gameshapei. má vera að við hefðum getað fengið hagstæðari úrslit með því að velja annan stórann en þar sem 3-4 eru mjög jafnir þá vil ég aðeins bíða með það að velja fjórða manninn. Ég vona að ég sé ekki að móðga neinn með því að segja að við erum ekki að fara að afreka margt á þessari leiktíð. Við höfum sæmilega breidd en þeir leikmenn sem áttu að vera stjörnur þessar árgangs hafa lennt í meiðslum og verið í hörku keppnum hjá félagsliðum þannig að þjálfunarvikur hafa farið í gameshape þjálfun. samanber Drengur Fróðason. og áskell ef við erum að tala um meiðsl. Ég er samt sáttur með vörnina og liðið er greinilega nokkuð sterkt maður á mann varnarlið eins og sjá má í leiknum í dag.

sóknarlega þurfum við að finna okkar leik. Við horfum áfram framm á veginn og ætlum að bæta okkur með hverjum leiknum. Svona eins og alvöru liðum sæmir. Það var ekki mikið sem hægt er að draga jákvætt úr leiknum. Töpuðum frákastabaráttunni, lítið flæði og Yngvi vel stigahæstur sem er að vísu gott fyrir hann.


Varðandi vinnuna sem er í gangi hjá U21 liðinu þá var liðið kynnt í dag og má sjá kynninguna hér http://www.buzzerbeater.com/community/forum/read.aspx?thr...

Haft verður samband við þjálfara síðar í vikunni. Þó ekki þá sem eiga menn í liðinu nema það sé eitthvað óljóst hjá mér. En annars ætti allt að vera skýrt og ég ætti ekki að spamma mailinu hjá liðum eins og team van damme sem ég þegar haft samband við en einnig út af því að ég hef komið upp kerfi þar sem ég sé alla þá leikmenn sem hvert lið er með í þjálfun og get því sennt einn póst á liðið með upplýsingum og spurningum um alla þá leikmenn sem eru í þjálfun hjá liðinu.


vó, langt en vona að þetta sé ekki einhver steypa :)

Ég vil minna á http://www.buzzerbeater.com/community/forum/read.aspx?thr...

þakka fyrir

This Post:
00
182952.5 in reply to 182952.4
Date: 5/3/2011 1:40:46 PM
Overall Posts Rated:
1212
Þessir leikir byrja á skelfilegu tíma fyrir mér... annars væri ég ekkert á móti því að vera á spjallinu þótt að ég væri ekki með neinn leikmann núna...

Last edited by DarkViking at 5/3/2011 1:41:12 PM

This Post:
00
182952.6 in reply to 182952.5
Date: 5/9/2011 7:45:12 AM
Overall Posts Rated:
3737
http://www.buzzerbeater.com/country/58/jnt/overview.aspx andstæðingur dagsins. Leikurinn hefst klukkan 2 eins og allir aðrir leikir í keppninni á þessari leiktíð.

Rosalega erfiðir leikir núna í byrjun. Ég ætla ekkert að koma með neina lýsingu á mótherjanum aðra en sú að þeir eiga nóg af stórum mönnum og ekkert slæma bakverði. Það er munurinn á top 30 og næstu 10-15 sætum á heimslistanum. Alltaf nóg úrval af stórum leikmönnum eða bara leikmönnum yfir höfuð...það er verkefni fyrir ísland til að takast á við en það er mjög erfitt að ná upp svona breidd sem þessi lið hafa í U21 liðinu því við erum auðvitað bara með 5 deildir. Annars er hugsunin skemmtilegri að sjá um lið íslands þar sem maður hefur mun persónulegri samskipti við menn og leikmenn. annað en hjá þessum köppum þar sem leikmenn eru bara númer.