BuzzerBeater Forums

BB Ísland > U21 season 15

U21 season 15

Set priority
Show messages by
This Post:
00
172582.36 in reply to 172582.35
Date: 3/1/2011 6:15:28 AM
Overall Posts Rated:
3737
This is just a list about U21 players and did they made it to the all star team. I added to Björn that he is playing the the second division in French.

Message deleted
This Post:
00
172582.38 in reply to 172582.1
Date: 3/7/2011 3:37:24 PM
Overall Posts Rated:
1717
það væri gaman að fá svona um leikina fyrir og eftir, einsog það var alltaf gaman að lesa það

L James
This Post:
00
172582.39 in reply to 172582.38
Date: 3/7/2011 4:44:48 PM
Overall Posts Rated:
1717
sérstakt tap.

L James
From: andrip
This Post:
00
172582.40 in reply to 172582.36
Date: 3/8/2011 7:44:30 PM
Overall Posts Rated:
4444
Já, stjórnendur liðsins eru eitthvað óvenju hljóðir eftir þetta tap. Á ekkert að koma með leikskýrslu? útskýra hvað fór úrskeðis?

This Post:
00
172582.41 in reply to 172582.40
Date: 3/8/2011 8:05:41 PM
Overall Posts Rated:
3737
Það er satt, leiðinlegt tap sem átti sér stað (14061). Liðið er í molum andlega séð eftir leikinn. En það er greinilegt að brottfall Óðins(13934916) hafi lamað liðið. Áskell var einnig fjarverandi ekki í fyrsta skiptið hjá honum. Einnig voru þeir Tinni og Hallgrímur báðir í respectable gameshapei þannig að framlag þeirra var ekki nægilegt í leiknum og enginn til að koma inn af bekknum fyrir þá, Brandur er ekki kominn á það stig ennþá að spila á svona háu leveli. Það má segja að þetta sé megin ástæðan fyrir tapi liðsins. Einnig er alltaf hægt að deila um hvaða taktík hefði átt að nota og annað því um líkt. En við teljum þessa taktík ekkert hafa verið betri en aðra taktík. Það hefði þá helst verið að spila bara run and gun og reyna á heppnina eins og mótherjarnir gerðu eða taka patient, en þar sem liðið er í ágætu standi hvað varðar dribbling og driving þá er þess ekki þörf að spila þá taktík. Það er þá helst Grímkell sem mætti bæta það enda skilaði hann 4 töpuðum boltum í leiknum sem er 1/4 af töpuðu boltum liðsins í leiknum.

Þetta er leiðindaruna, svona eins og úrslit leiksins.

Hvað varðar það að það kom engin upphitun þá lét ég viðtalið við Valgeir ganga fyrir í þetta skiptið.

Last edited by höfðingi at 3/8/2011 8:08:54 PM

This Post:
00
172582.42 in reply to 172582.41
Date: 3/21/2011 5:34:13 AM
Overall Posts Rated:
3737
Góðann daginn.

Í dag á liðið æfingarleik við Venuzela. Það munar um 20 sætum á liðunum á heimslistanum. Leikurinn hefst klukkan sjö eins og deildarleikir eru farnir að hefjast núna aftur. Ekki náðist í stjóra liðsins til að geta kynnt hvað verður gert í þessum æfingarleikjum sem liðið á eftir að spila á þessari leiktíð. Þannig að þetta verður soldið þunnt hérna í dag en það verður nokkuð ítarleg leikskýrsla eftir leik.

Framundan næstu vikuna:
-leikskýrsla um leikinn í dag
-Viðtal við gamlan ref (vonandi)

This Post:
00
172582.43 in reply to 172582.42
Date: 3/22/2011 7:53:44 AM
Overall Posts Rated:
3737
Þá er fyrsta æfingarleiknum lokið og lokatölurnar voru 81-114 fyrir Ísland. Eins og sjá má hér (14353).

Leikurinn þróaðst nokkuð vel fyrir ísland en eftir að leikurinn hafi verið jafn framan af þá náðum við fínu forskoti fyrir hálfleik og héldum áfram að hammra járnið meðan það var heitt í þriðja leikhluta. Það voru margir sem lögðu sitt á vogarskálarnar og fengum við stig úr öllum áttum, enda var leikkerfið gert út á það að finna veikasta punktinn hverju sinni hjá andstæðingnum. Við rétt mörðum frákastabaráttuna en Tinni leik stórvel og náði sér í 16 stykki og þar af 4 sóknarfráköst. Ánægjulegt var að sjá hversu vel strákarnir höndluðu hraðann en þeir voru aðeins með 9 tapaða bolta þrátt fyrir að spila nokkuð hraða taktík.

Það var gaman að sjá Áskel loksins ná að spila af krafti og skilaði hann 10 stigum 6 fráköstum á 22 min. En það mun reyna mikið á hann á næstu leiktíð. Drengur Fróðason fékk líka að sprikla í leiknum en hann náði að setja 5 stig. Hann þarf þó að bæta leik sinn verulega en honum til varnar þá er hann að spila erfiðustu stöðuna hjá liðinu eða í SF.

Eitt sem vekur athygli en er þó góðs viti er það að Óðinn okkar lang sterkasti maður tók ekki mikið til sín í leiknum í kvöld en þó skiluðu strákarnir öruggum sigri og aðrir tóku við keflinu og leiddu liðið, þar ber helst að nefna Eystein en hann hefur ekki leikið svona vel fyrir íslands hönd áður. Sýndi þarna klárlega hvað í hann er spunnið.


Arngrímur sagði eftir leik að hann hafi verið sáttur með liðið og sem fyrirliði liðsins leiddi hann liðið stórvel og stýrði leik liðsins í leikstjórnendastöðunni. " Ég átti þennan leik, 17 stig, 6 af 9 í skotum, 3 stoð og 2 stolnir. Engar villur né tapaðir boltar. Þessir gaura sem við vorum að spila á móti eru bara grín".

Last edited by höfðingi at 3/22/2011 7:54:55 AM

This Post:
00
172582.44 in reply to 172582.43
Date: 3/28/2011 11:04:39 AM
Overall Posts Rated:
3737
Leikur í nótt á móti Mexíkó klukkan eitt.

Það munar 29 sætum á þessum liðum á heimslistanum,og er því búist við þægilegum sigri af liðinu. Sjáum til hvernig gengur

Fjallað verður ítarlega um leikinn á morgun. Því miður verð ég líka að tilkynna það að Viðtalið dregst eitthvað.

This Post:
00
172582.45 in reply to 172582.44
Date: 3/29/2011 6:34:36 AM
Overall Posts Rated:
3737
Jæja nú kemur umfjöllunin eftir leik næturinnar. (14413)

Góður sigur, 33 stiga sigur. Við vinnum í nánast öllum tölfræði þáttunum. við erum með 76 fráköst á móti 44 og svo erum við með 31 stoðsendingu sem er nokkuð gott meðan að mexíkó eru aðeins með 15. Gaman að sjá aðeins 6 tapaða bolta hjá íslenska liðinu. Spilaatími dreifðist nokkuð vel á milli manna og stigaskor einnig.

Þar sem ég gat ekki horft á leikinn vegna þess hversu seint hann var er erfitt að velja mann leiksins. Óðinn gerir klárlega tilkall til þess þar sem hann var stigahæstur og stóð sig vel í fráköstum en Grímkell kemur líka sterkur inn með 75% þriggjastiganýtingu í 4 skotum og 18 stig sem gerði hann að næst stigahæsta manninum. En Óðinn mun fá vinninginn þar sem liðið vann leikinn með 27 stigum meðan að hann var inná sem er það hæsta hjá liðinu í þessum leik.

Ísland vann alla leikhlutana og byrjaði af krafti og vann þann fyrsta með 13 stigum. Ágætis leikur í alla staði og fyrst og fremst góður og öruggur sigur.



Það hefur komið framm annarsstaðar á spjallinu að spjallið sé nokkuð dautt og tek ég undir það. Langar mig að velta þeirri spurningu framm hvort að menn séu bara uppteknir og hafi ekki þann auka tíma til að sinna buzzer eða hvort það sé einhver önnur ástæða sem er kannski hægt að vinna í? off topic ég veit en leikurinn er aðeins skemmtilegri með smá spjalli ;)

Einnig vil ég minna á það að það má spurja landsliðsþjálfarann eða mig að hverju sem er, sem viðkemur landsliðinu eða öðru sem menn vilja ræða.

Advertisement