BuzzerBeater Forums

BB Ísland > U21 season 15

U21 season 15

Set priority
Show messages by
This Post:
00
172582.24 in reply to 172582.23
Date: 2/21/2011 9:59:03 AM
Overall Posts Rated:
3737
GAMEDAY! leikur klukkan 20:00 í kvöld. verður topp leikur. þar sem stórlið tævan mætir með hesta sína.

This Post:
11
172582.25 in reply to 172582.24
Date: 2/21/2011 5:09:31 PM
Overall Posts Rated:
3737
Til hamingju Ísland er yfirskriftin í kvöld

Hérna er það sem við erum að tala um (13987).

Yfirvegunin í leik liðsins allt til enda á sér enga fyrirmynd. Liðið leiddi leikinn allan tímann og þó munurinn hafi verið 1 stig í lok 3 leikhluta þá voru strákarnir aldrei á því að gefa sigurinn eftir og staðreyndin 12 stiga sigur. Hérna hefur heimavöllurinn skilað sínu, en tævan átti aldrei möguleika á að komast inní leikinn í lokin þrátt fyrir að hafa reynt vel flest trixin í bókinni. Hack a shaq heyrir sögunni til en nú nefnist þetta hack a Björn þar sem tævan reyndu hvað þeir gátu að senda hann á línuna í kvöld.

Það er margt jákvætt sem hægt er að taka úr leik liðsins í kvöld en þó ber helst að geta Óðins en hans frammistaða var lýginni líkust. 29 stig og 24 fráköst á 43 mínotum. Tinni hjálpaðu honum vel í frákastabaráttunni og vann liðið frákastabaráttuna með 20 fráköstum. Björn og Jörundur voru þeir einu sem komust í tveggja stafa töluna í stigaskorun ásamt Óðni. Óðinn var æðstur manna á vellinum eins og nafni hans Óðinn var æðstur guða í Snorra-eddu.

Samt sem áður þá var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri en liðið tapaði aðeins 12 boltum sem er mjög ánægjulegt og vonandi að liðið haldi tölunni svona lægri í framtíðinni þá eru þeim allir vegir færir.

Að lokum þá vill ritstjórnin koma því á framfærir að leikurinn í kvöld minnti á þennan atburð http://www.youtube.com/watch?v=vtGi8XLbWyc þó bið ég þá sem ekki höndla fimmaurabrandaramenninguna hérna um að láta þennan link eiga sig. En þarna sést Óðinn í aðalhlutverki og honum til aðstoðar sitt hvorum megin eru þeir Björn og Arngrímur sem áttu flestar stoðsendingar í leiknum í kvöld. Einnig vil ég benda mönnum á að það sést glitta í þjálfara liðsins í lok myndbansins.

This Post:
00
172582.26 in reply to 172582.25
Date: 2/21/2011 5:20:04 PM
Overall Posts Rated:
44
góður sigur og menn ættu að vera ánæðir nuna hehe

og Höfðing er ég sem sagt páll óskar þarna í lokinn

Last edited by maggig at 2/21/2011 5:22:33 PM

This Post:
00
172582.27 in reply to 172582.26
Date: 2/21/2011 5:26:52 PM
Overall Posts Rated:
3737
já, ef mér skjátlast ekki þá eru þetta líkleg viðbrögð þín þegar leiknum lauk og ljóst var að sigurinn var í höfn.

This Post:
00
172582.29 in reply to 172582.27
Date: 2/21/2011 5:44:21 PM
Overall Posts Rated:
1717
Flott framtak hjá ykkur,, flottur sigur, flottur pistill. stór plús til ykkar ;)

L James
This Post:
00
172582.31 in reply to 172582.30
Date: 2/25/2011 3:02:12 PM
Overall Posts Rated:
1717
I am very surprised by mine guys I had three guys over 85 minutes and they were in Respectable but jumped up to strong.

L James
This Post:
00
172582.33 in reply to 172582.32
Date: 2/28/2011 4:25:25 AM
Overall Posts Rated:
3737
Góðann daginn Ísland.

Það er leikur í dag og höfum við náð tali af Arngrími(13699324) fyrirliða liðsins.

Arngrímur er nokkuð hress þegar við náðum tali af honum. Hann segist vera búinn að jafna sig á meiðslunum sem voru að hrjá hann fyrir nokkrum vikum en er samt sem áður ekki kominn á fullt aftur og veit því ekki sjálfur hvert hlutverk hans verður í leiknum. Hann er þó tilbúinn að koma inn af bekknum og gefa allt sitt í leikinn þar sem hann er á móti Svíum. Arngrímur hafði þetta um leikinn að segja "Við komum nokkuð vel undirbúnir til leiks. Við höfum sett okkur það markmið að koma í hvern leik og hugsa aðeins um okkur og hvað við getum gert til að bæta okkar leik".

Það þarf að leita allt aftur til tímabilsins 10 til að sjá síðasta leik U21 liðsins við Svíþjóð. Sá leikur endaði með tapi(8356). Síðan þá hefur leið Íslands legið uppávið og er fastlega búist við sigri Íslendinga. Arngrímur var bjartsýnn og sagði "Við vinnum þessa svíadjöfla, og förum létt með það" Nú skulum við bara vona að strákarnir standi við stóru orðin og klári leikinn sem er seinna í dag.



Framundan í vikunni:
Listi yfir 19 ára strákana.(seint ég veit, en mjög fáir sendu update af sínum gaurum)
Viðtal við fyrverandi leikmann U21 liðsins.(Nafnleynd)

Last edited by höfðingi at 2/28/2011 4:26:16 AM

This Post:
00
172582.34 in reply to 172582.33
Date: 3/1/2011 5:55:36 AM
Overall Posts Rated:
3737
Þar sem það er all star vikan þá er kannski gaman að skoða það hvort að einhverjir leikmenn liðsins komust í allstar liðið í sinni deild.

En ég ætla fyrst að koma með þær leiðindarfréttir að Óðinn er meiddur í 2 vikur :(

En hefst þá upptalningin:
Óðinn- er ekki í liðinu né á top 4. Má get þess að hann spilar í efstu deild í Nýja sjálandi.
Tinni- er efstur sem center í þriðjudeild í Ísrale með 68k atkvæði.
Hallgrímur-back up pf í annarri deild á íslandi riðli eitt ef við eigum að vera nákvæmir hérna. hann fékk 53k atkvæði.
Eysteinn-er í þriggjastigakeppninni og starting pg í annari deild riðli 4 á íslandi. er fyrir ofan orra sem er starting pg hjá NT.
Jörundur- kemst ekki á lista og er að spila í efstu deild á Grikklandi.
Arngrímur-spilar í efstu deild á Kýpur en lennti í 4 sæti í SG.
Björn-kemst ekki á lista. er að spila í annarri deild í Frakklandi.
Jónbjörn -kemst ekki á lista er að spila í efstu deild á Íslandi.
Áskell-er fjórði í valinu með 4k atkvæði. spilar í annarri deild á Íslandi riðli 3.
Grímkell-er í þriggjastiga keppninni. en er 3 í PG með 15k atkvæði. er samt 3 stigahæsti maðurinn í deildinni. spilar með Hallgrími í deild.
Brandur-er ekki á lista.
Drengur- er ekki á lista.
Yngvi-er ekki á lista.
Nökkvi- er starting PG. spilar í annari deild þriðja riðli á íslandi fékk 77k atkvæði.


Þar höfum við það 4 sem ná í allstar liðin sín. En það er líka gaman að sjá að þeir sem eru að spila erlendis eru að spila í nokkuð góðum deildum.

Advertisement