Sælir, ég býð mig framm aftur til að vera með NT liðið næstu tvö tímabil. Síðasta tímabil fannst mér ganga mjög vel Ísland sló met í að komast langt í mótinu en töpuðu svo eftir frábæra baráttu við sterkara lið, Ísland var þá búið með allt af tankinum og var ég samt býsna ánægður að komast þetta langt með liðið, ég tel mig geta gert betur næsta tímabil í EU Championship en ég gerði fyrst með liðið, ég lærði mikið á leikinn þessi tvö tímabil með liðið. En verð samt að taka það fram að ég hefði ekki geta gert þetta nema með hjálp ykkar sem hafa íslenska leikmenn og létu þá vera með gott GS viku eftir viku það skiptir mestu máli, þegar það er hátt og líka enthusiasm þá er liðið að fara að gera góða hluti.
endilega hendið inn spurningum ef það koma einhverjar.
L James