Ég vil byrja á því að afsaka þögnina. Hún mun því miður vara í 3-4 vikur í viðbót. Þetta verða stutt ígrip sem ég kem með núna.
Draftið í held sinni lélegt. Í heildina misstum við líklega 5-8 leikmenn sem hefðu getað orðið fínir framtíðarleikmenn í réttum höndum en þeir enduðu í liðum sem hafa engann stjóra og er þar af leiðandi enginn möguleiki á að bjarga :(
ég er með 14 leikmenn skráða hjá mér sem ég er byrjaður að hafa samband við stjóra þeirra og mun halda áfram á næstunni. (ég skil eftir leikmenn sem eru með lágt poteintal og há laun þar sem þið skiljið að sú vinna þýðir ekki mikið)
Liðið í ár er skipað stórum leikmönnum. ágætis breidd hjá okkur þar en vantar þó pínulítið meira uppá gæðin þó mun hreinn leiða okkur og matti og runólfur styðja fast við bak hans. Bakverðirnir okkar eru ekki upp á marga fiska en af 5 bakvörðum eru 2 20 ára en eru þó ekkert síðri en hinir en það mun samt sem áður vera sturla sem mun fara fremstur í flokki í bakvarðasveitinni.
Ég vil minna þá menn sem eru að leita sér að þjálfunarefni eða þá sem skoða markaðinn oft á markaðsmál þar sem þið meigið koma með update sjálfir svo að leikmenn fari ekki til spillis ef þeir fara framhjá mér.