Sælir félagar
Er með eina pælingu, var að browsa í gegnum deildirnar rétt í þessu og það er frekar áberandi í II.* að það séu 1-3 lið áberandi best og restin bottar. Þetta gerir allt frekar óspennandi, sérstaklega þar sem maður vinnur bottana frekar auðveldlega.
Er einhver góð ástæða fyrir því að hafa þetta í þessu kerfi, frekar heldur en að hafa kerfi þar sem I.1 væri efsta deild, I.2 væri næst efsta, I.3 3ja deild o.s.frv.
Ég fæ það á tilfinninguna að þetta kerfi sé hugsað fyrir stór lönd og það hentar ekkert alltof vel fyrir okkur á Íslandi
Eða er ég kannski að misskilja þetta eitthvað og er bara í ruglinu ?