Heilir og sælir félagar.
Ég hef ákveðið að stíga upp og bjóða mig framm til þess að stýra U21 liðinu. Ég tel að liðið þurfi meira aðhald og mun ég halda áfram þeirri vinnu sem Tuddu byrjaði á. Ég mun halda áfram með þá vinnu sem ég hef lagt framm sem fréttaritari U21 liðsins og mun reyna að auka við þá vinnu eins og hugmyndaflug mitt leyfir. Ég hef sýnt framm á að ég er hæfur stjóri, þess má geta að nú á nýyfirstöðnu kjörtímabili þá reif ég India úr 81 sæti á heimslistanum upp í það 57. Þannig að reynsla úr landsliðsþjálfarasæti er til staðar. Ég ætla nú ekkert að koma með neitt langan póst um hvað ég ætla að gera heldur ætla ég að setja einskonar Tékklista í umræðuþráðinn. Hann mun þar verða mér til halds og viðhalds þar sem menn geta pressað á mig ef ég er ekki að standa við það sem þar kemur framm. Þetta verður þó enginn aðgerðarlisti Ríkisstjórnarinnar þar sem ég ætla að standa við gefin loforð.
takk fyrir mig, höfðinginn