Sælir drengir, kanski full seint að koma með þetta er betra seint en aldrei ;)
En margt hefur gengið á á síðustu dögum í þessum ydislegu íþrótt!
Í kvenna boltanum tók njarðvík og sigraði hamar í oddaleik, frábært hjá þessu konum og góðkunningja mínu Sverri.
Keflavíkur konur tóku KR og sendu þær í sumarfrí.
Keflavík og Njarðvík að mætast í fyrsta sinn í sögu félaganna í úrslitunum og Njarðvík að komast þangað í fyrsta sinn, Keflavík hefur nú forystu eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina, einn háspennu leik sem allt var að verða vitlaust ( ég ándjósk skalf af spenning), síðan tóku þær Njarðvík fyrr í kvöld, og næsti leikur mun verða í Kef á föstudag minni mig. Hvernig halda menn að þetta einvígi fari, verður lyft bikar í sláturúsinu eða verður sendur annar leikur í lónagryfjuna?
Í karla boltnum var snæfell sópað út af stjörnunni og eru þeir komnir í úrslit í fyrsta sinn! frábært hjá teit og félögum..
Kr og Keflavík eiga svo við í hinum leiknum og er komið að oddaleik liðanna sem mun verða á fimmtudag (hvet alla að mæta), Keflavík gekk ekki næginlega vel í fyrstu tvem leikjunum og valtaði KR hreinlega yfir Keflavík, en einsog oft áður gefast þessir Keflavíkurmenn ekki upp og tóku svo þriðja leikinn í KR heimilinu eftir framlengdan leik, þá var komið af fjórða leik iiðanna sem var í Kef og var fullt hús og allt að verða vitlaust, Joey D klassi á trommunum og leiddi áhorfenduna í gegnum leikinn með sinni Puma sveit, Keflavík náðu að knýja fram oddaleik eftir æsispennandi leik í Kef eftir framlengdan leik, einsog ég sagði hérna ofar er leikurinn á Fimmtudag, Hvað seigja menn um þennann leik hvaða lið fer í sumarfrí? mun KR stöðva þessa lest sem er farin af stað í Keflavík?
Vonandi er þetta ekki leiðinleg lesning, held samt að flest allir viti um þetta hérna en ákvað samt að skella smá um leikina,
Svo fyrir Hauka mennina sem eru hérna inná (minni að þeir séu alveg þó nokkrir) þá er leikur í Kef á morgun ef menn hafa ekkert að gera endilega kíkjið við þar, Kef - Haukar í Drengjaflokk 8-liða úrslit Íslandsmótsins 19:15.
L James