Þá er komið að því að líta á lið Brasilíu
http://www.buzzerbeater.com/country/3/jnt/players.aspx.
Brasilía er mjög sterk þjóð í Buzzer. Þeir eru númer 21 á heimslistanum í U21 og það eru 1499 virk lið í Brasilíu og spilað í 5 deildum. Brasilía er númer 9 hjá NT á heimslistanum. Svo sannarlega gríðarlega sterk þjóð.
En jæja lítum á liðið, það má segja að liðið sé ekki skipað neinum stórum leikmönnum sem eru á heimsklassa en þarna eru bakverðir sem eru klárlega í heimsklassa. Samanber Cedrik Berres
(13216176), en ef þið eigið 6 millur þá gætuð þið gert góð kaup í þessum dreng. Annað sem sést greinilega þegar litið er yfir liðið í fyrstu sín er að vel flestir eru í proficient gameshape-i. Einnig eru meiðsl að hrjá þá en næst launhæsti maðurinn þeirra er á meiðslalistanum í eina viku. Liðið er fullskipað eða með 18 menn í hóp en það sést að sumir mannana sem eru þarna eru bara til þess að bjarga þeim, það væri allavega ekki leiðinlegt að hafa draftað þennan
(17794286) En því miður þá hefur þjálfarinn hans ákveðið að skíta upp á bak og þjálfa hann bara ekki neitt. Ekki einu sinni gefa honum eina mínutu.
Á því sem ég sé á þessu liði þá er þetta nokkuð gott varnarlið outside og ég tel okkar möguleika ef hægt er að tala um möguleika þar sem óðinn er meiddur vera að sækja inní. Allt eins fara úrslitin eftir því hversu mikið liðin setja í leikinn. Brasilía á þó ekki möguleika á að komast áfram en þeir hafa verið að spila með hausinn í rassgatinu alla þessa leiktíð. En ef einhver hefur svar við því hvernig þetta lið gæti verið með 1 sigurleik og 6 tapleiki í þessari keppni má sá hinn sami láta mig vita hvernig liðið fór að því að ná þessum árangri eins og sést hér
http://www.buzzerbeater.com/country/3/jnt/schedule.aspx.
Sem sagt 50/50 líkur á sigri og þar af leiðandi möguleiki á að ná á top 32 og komast áfram í þessari keppni. Þó held ég að það sé ósanngjarnt að setja þá pressu á liðið að þeir eigia að vinna.