Íslenska liðið kemur sæmilega undirbúið inn í þennan leik gegn Norðmönnum. Það mun vera liðinu til góðs að ferðalagið sé ekki langt til Noregs þannig að við ættum að mæta með nokkuð ferskar lappir.
En til að stikkla á stóru þá koma stóru strákarnir okkar sterkir til leiks og tilbúnir í slaginn. Þó eru forföll en Áskell
(15132625) er meiddur í tvær vikur og minnkar það breiddina hjá okkur sem er ekki mikil fyrir.
bakverðirnir okkar mættu koma betur stemmdir til leiks! alls ekki nógu gott og við verðum að passa okkur á því.(ítrekun verður send á þjálfara þeirra að passa upp á leikform þeirra)
Andstæðingurinn leitar mikið inní en jafnframt eru þeir að fá mikið af stigum utan af velli. Þeim hefur ekki gengið vel á síðustu leiktíðum og verðum við að passa að leyfa þeim ekki að ná upp stemmningu í þeirra hóp.
Þeirra sterkasti leikmaður á pappírunum er Gunnar
(13502525) en hann er á sölulista og því sjáum við hvað í hann er spunnið. Mjög jafn leikmaður sem er þó ekki að skila sínu til liðsins í undanförnum leikjum og á því verður engin breyting.
Þeirra stóru strákar koma jafnframt nokkuð vel stemmdir til leiks en þeir eru klárlega veikari en okkar leikmenn. Bakverðirnir hjá þeim eru allir mjög jafnir og ómögulegt að segja til um hverjir byrja þar. En ef við tökum mið af leikformi þeirra þá munu þeir Straume
(13502394) , Eriksen
(14910877) og Justsen
(13502664) byrja inná. Straume er hættulegasti leikmaðurinn af þeim. En Justsen er þeirra helsti hugmyndasmiður í sókninni.
Íslenska liðið er sterkara ef við berum hverja stöðu saman og því er réttmæt krafa að fá sigur út úr þessum leik. Farið verður yfir leikaðferð á töflufundi kvöldið fyrir leik svo leikmenn geti undirbúið sig að kappi fyrir leikinn.
En liðið er nú í rútu á leiðinni til Keflavíkur.