Ekki margir spennandi leikir þarna, Olafur vs Húnarnir ræðst voðalega mikið á því hvernig Húnarnir leggja leikinn upp. Hópurinn er lítill hjá þeim og ræður illa við að spila 3 leiki í viku sérstaklega þegar vantar Stein. Ef bæði lið spila af fullum styrk er þetta hins vegar borðleggjandi Húnasigur.
Sama má svo sem segja með hina leikina, ef stórliðin mæta með sitt besta lið er þetta engin spurning, en menn geta brennt sig ef þeir hvíla of marga, gerði það sjálfur í fyrra og datt út, svo er alltaf sénsinn að 2. deildar liðinn splæsi í crunch á þessa leiki og það getur breytt miklu.